Beskrivelse
STRIK og KULTUR – “på Islandsk”
PRJÓNA- OG MENNINGAFERÐ TIL MAROKKÓ
28.apríl til 5.maí 2026
Farastjóri: Marianne Elallafi Leth (Marokko Indefra)
Kennari: Helga Jóna Þórunnardóttir
Vegna fjölda fyrirspurna, ætlar Helga Jóna, í samvinnu við Marokko Indefra, að bjóða upp á prjóna- og menningarferð til Marokkó fyrir Íslendinga. Helga Jóna hefur áður kennt hjá Marianne í Marokkó og er á leiðinni þangað í apríl/maí 2025, þar sem hægt verður að fylgjast aðeins með á Instagram story!
Flogið verður frá Kaupmannahöfn til Marrakech og sömu leið til baka.
INNIFALIÐ Í FERÐINNI
Flug frá Kaupmannahöfn til Marrakech (fram og til baka)
Ferðir í Marokko
Gisting í 7 nætur í Dar Lahmatate
Marokkóskur matur, útbúinn af konum úr þorpinu
16 klst prjónakennsla með Helgu Jónu
Skoðunarferð til Atlasfjöllanna með gönguleiðsögn
Heimsókn til vefnaðarkonu bæjarins
Markaður og hammam í Ouled Teima (nærliggjandi bær)
Ótakmarkað kaffi, te, drykkjavatn, snakk og ávextir
VERÐ
Ferðin mun kosta 12.500 danskar krónur, miðað við flug frá Kaupmannahöfn, sem er innifalið í ferðinni.
Flug frá Keflavík til Kaupmannahafnar og til baka er ekki innifalið í ferðinni.
Verðið er miðað við tveggja manna herbergi í einstaklings rúmum.
Hámarks fjöldi þátttakenda er 18 en miðað við fullt hús, þá er möguleiki á 4 einstaklings herbergjum gegn aukagreiðslu (2000 danskar kr).
Marianne og Helga Jóna eru báðar með alla ferðina.
Kennslan fer fram á Íslensku en kennsluefnið er á dönsku en Marianne er dönsk og talar bæði dönsku og ensku.
SKRÁNING
Skráning fer fram við að skrifa til Marianne á netfangið
info@marokkoindefra.dk þar sem gefur upp eftirfarandi upplýsingar:
- Fullt nafn
- Heimilisfang
- Farsímanúmer
Þú færð fljótlega svar frá Marianne, sem staðfestir þátttöku þína, og sem er fullt staðfest við greiðslu staðfestingargjalds sem er 4000 danskar krónur og fyrsta greiðsla upp í ferðina en það stendur allt í bréfinu frá henni.
Eftirstöðvarnar af ferðinni greiðast 2 1/2 mánuði fyrir brottför og þá færð þú upplýsingabréf með öllum nánari upplýsingum fyrir ferðina.
DAGSKRÁ
Dagskráin er leiðbeinandi – það geta orðið smávægilegar breytingar sem þú færð upplýsingar um í upplýsingabréfi sem þú færð um það bil 2 mánuðum fyrir brottför.
ÞRIÐJUDAGURINN 28. APRÍL
Brottför frá Kaupmannahafnarflugvelli og komið til Marrakech kl (flugtímar enn ekki þekktir) – Þú verður sótt/ur á flugvöllinn og keyrt verður með rútu til “Dar Lahmadate”, þar sem við gistum.
MIÐVIKUDAGURINN 29. APRÍL
Morgunmatur – göngutúr í litla bænum okkar – hádegisverður – PRJÓN frá 14 -17.00 – Kvöldmatur
FIMMTUDAGURINN 30. APRÍL
Morgunmatur kl 8.00 – PRJÓN frá 9 – 12.00 – Hádegisverður – Bæjarferð í nágrannabæinn Oulad Teima (5 mínútna keyrsla) – PRJÓN 17 – 19.00 – Kvöldverður
FÖSTUDAGURINN 1.MAÍ
Morgunmatur kl 8.00 – við keyrum til Kasbat Souss (handverksmarkaður) i Agadir – þaðan keyrum við til Taghazout, sem er lítill fiski/brimbrettabær við Atlantshafið, norður fyrir Agadir – þar borðum við hádegisverð saman og skellum okkur evt í sjóinn, njótum þess að vera á ströndinni eða setjumst evt á kaffihús og tökum nokkrar umferðir- kvöldverður heima í Dar Lahmadate
LAUGARDAGURINN 2.MAÍ
Morgunmatur kl 8.00 – PRJÓN frá 9 – 12.00 – Hádegisverður – PRJÓN frá 12-16.00 – Heimsókn til vefnaðarkonu bæjarins – Kvöldverður
SUNNUDAGURINN 3.MAÍ
Morgunmatur – Kl 9.00 keyrum við að Atlasfjöllunum og eftir 2 tíma komum við að Imouzzer, þar sem við hittum Ali sem verður leiðsögumaðurinn okkar í göngu okkar um fjöllin (ca 2 tímar) –
Á heimleiðinni komum við við á spennandi stað – Kvöldmatur i Dar Lahmadate
MÁNUDAGURINN 4.MAÍ
Morgunmaturi kl. 8.00. Markaður í Ouled Teima og hammam – Hádegisverður – PRJÓN frá 15-17.00 – Kvöldmatur
ÞRIÐJUDAGURINN 5.MAÍ
Morgunmatur og heimferðardagur. Við keyrum í rútu til Marrakech þaðan sem við fljúgum heim. Ef það verður síðdegis/kvöldflug, þá munum verða tími til að upplifa miðbæ Marrakech hluta úr degi.
ATH: Þessi ferð er ekki að finna á heimasíðu ”Marokko Indefra” þar sem hún er aðeins í boði fyrir Íslendinga (íslenskumælandi). Ef það skyldi ekki ná að fylla ferðina af íslenskum prjónurum, gæti þó farið svo að aðgangur verði einnig opnaður fyrir danska prjónara.
Sjá fleiri myndir og myndskeið frá ferðum Marokko Indefra á
https://marokkoindefra.dk og á Instagram: marokkoindefra







Anmeldelser
Der er endnu ikke nogle anmeldelser.